Offramboð eigna og minni eftirspurn er ávísun á verðlækkun skjóðan skrifar 4. maí 2016 11:02 Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira