Offramboð eigna og minni eftirspurn er ávísun á verðlækkun skjóðan skrifar 4. maí 2016 11:02 Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira