Stjórnarskrá fyrir framtíðina Andri Snær Magnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar