Gefið okkur val Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:38 Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val!
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun