Gefið okkur val Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:38 Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun