Öll 18 mánaða börn á leikskóla Skúli Helgason skrifar 9. maí 2016 07:00 Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar