Öll 18 mánaða börn á leikskóla Skúli Helgason skrifar 9. maí 2016 07:00 Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar