Öll 18 mánaða börn á leikskóla Skúli Helgason skrifar 9. maí 2016 07:00 Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar