Um lífsins óvissan tíma Andri Snær Magnason skrifar 22. apríl 2016 07:00 Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðið virkar vegna þess að kjarni þess er óvissan. Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.Óvissa eftir 20 ára setu Í leit að öryggi höfum við kallað ýmislegt yfir okkur, lán og leiðréttingar og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár? Vísindamenn hafa sýnt okkur að loftslagsbreytingar skapa gríðarlega óvissu um framtíðina. Okkur ber skylda til að vekja yngri kynslóðir til vitundar um ábyrgð sína og tækifæri í þessum málum enda er öllum ljóst að við þurfum að endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina ef jörðin á að bera vaxandi mannfjölda í heiminum. Áskoranir í málefnum hafsins eiga að kalla á ungt fólk sem hefur áhuga á hafinu enda er Ísland fyrst og fremst haf, fremur en land. Stærð landhelginnar er sjöfalt flatarmál Íslands og við veiðum 1% af öllum fiski í heiminum. Plast í höfunum, súrnun sjávar, hnignun sjófugla og þungmálmar eru mál sem skipta alla Íslendinga máli.Rödd Íslands Bráðnun jökla beinir sjónum heimsins að Íslandi og gefur okkur rödd á alþjóðavettvangi. Ástand jarðar kallar á nýja hugsun á öllum sviðum og við þurfum að tengja saman vísindamenn, frumkvöðla og leiðandi fólk í menntamálum. Við vitum ekki útkomuna, framtíðin er hlaðin óvissu en þarna liggur gróska næstu áratuga. Að takast á við matarsóun, tísku og tækjasóun og sóun á orku og auðlindum. Það er engin þversögn að vernda ár, fossa og villta náttúru Íslands og vilja um leið berjast gegn loftslagsbreytingum. Hrein orka er til lítils ef afurðinni er sóað. Í Ameríku urða menn árlega álíka magn af gosdósum og allt það ál sem er framleitt á Íslandi. Slík umgengni við gjafir jarðar á að vera óhugsandi. Íslenski orkugeirinn mun ekki minnka í framtíðinni. Aukin arðsemi, bætt orkunýting og útflutningur á þekkingu mun gera þessar greinar öflugri í framtíðinni en gamlar hugmyndir um fullvirkjun Íslands ganga of nærri samfélaginu og þarf að endurskoða.Óvissa um hlutverk forseta Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun