Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2016 18:45 Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00