Er betra að veifa röngu tré en öngu? Erna Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun