Víkurgarður: Nafli Reykjavíkur Þórir Stephensen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun