Hvað er Viðreisn? Benedikt Jóhannesson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar