Hvað er Viðreisn? Benedikt Jóhannesson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun