Körfubolti

Annað tap Valencia í síðustu þremur leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór fékk bara níu mínútur í dag.
Jón Arnór fékk bara níu mínútur í dag. vísir/epa
Valencia tapaði sínum fjórða leik í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á tímabilinu þegar liðið beið lægri hlut, 82-92, fyrir Sevilla í dag.

Þetta var annað tap Valencia í síðustu þremur leikjum en liðið er samt enn í 2. sæti deildarinnar, tveimur sigurleikjum á eftir toppliði Barcelona.

Jón Arnór Stefánsson spilaði í tæpar níu mínútur í dag og skoraði fimm stig. Jón Arnór hitti úr tveimur af þremur skotum inni í teig en hitti úr hvorugu skotinu sem hann tók fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá nýtti íslenski landsliðsmaðurinn eina vítaskotið sem hann tók í leiknum.

Gestirnir frá Sevilla voru með undirtökin í leik dagsins og leiddu nær allan tímann. Í hálfleik munaði sjö stigum á liðunum, 37-44, og þegar uppi var staðið skildu 10 stig liðin að, 82-92.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×