Það sem Sigmundur gæti gert Ívar Halldórsson skrifar 5. apríl 2016 13:20 Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ívar Halldórsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar