Það sem Sigmundur gæti gert Ívar Halldórsson skrifar 5. apríl 2016 13:20 Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar