Rangir leikir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun