Íslenski boltinn

Heimir var við útför Abel í Úganda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir ásamt föður Abel á útförinni.
Heimir ásamt föður Abel á útförinni. mynd/knattspyrnusamband úganda
Knattspyrnumarkvörðurinn Abel Dhaira var jarðsettur í Úganda í dag.

Abel lést á Landspítalanum þann 27. mars síðastliðin eftir baráttu við krabbamein.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari ÍBV, var við útförina eins og sjá má á heimasíðu Knattspyrnusambands Úganda. Heimir fékk Abel til Íslands á sínum tíma.

Útförin var falleg og mættu mörg hundruð manns á hana. Þar á meðal Tonny Mawejje sem lék með Abel hjá ÍBV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×