Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa Þorkell Helgason skrifar 23. mars 2016 07:00 Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli kosningabærra manna. Ákvæði stjórnarskrárinnar mæla fyrir um að „[s]á, sem flest fær atkvæði […] er rétt kjörinn forseti.“ Lögin, sem útfæra þetta nánar, veita kjósendum það verkfæri eitt að merkja með einum krossi. Þessi aðferð kallast meirihlutakosning – sem getur reynst hreinasta öfugmæli. Margoft hefur verið bent á nauðsyn þess að breyta ákvæðunum og taka upp aðferð sem geri það líklegt að kjörinn forseti njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Greinarhöfundur hefur skrifað um þetta blaðagreinar og sent stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 ítarlegt erindi þar um. Og vitaskuld tók stjórnlagaráðið, sem starfaði sumarið 2011, á málinu – en ekkert hefur gerst.Hvað er til ráða? Stjórnarskránni verður vart breytt fyrir kosningarnar. En spyrja má hvort stjórnarskrárákvæðið sé svo þröngt að ekki megi kanna hug kjósenda nánar en með einum krossi? Að vísu kemur fram í umfjöllun um málið á Alþingi 1944 að einföld meirihlutakosning hafi þá verið höfð í huga enda sé það gert í trausti þess, eins og segir í nefndaráliti, að „þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram.“ Jafnframt skiptir máli að þeir 1.500 meðmælendur, sem krafist er í stjórnarskránni frá 1944, voru þá ríflega þrefalt hærra hlutfall kjósenda en nú. Það verður því að nýta svigrúm stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að forsetakosningarnar verði markleysa. Enn er tóm til að breyta kosningalögum í því skyni. Benda má á betri aðferðir sem ættu að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar: Nefna má svokallaða samþykktarkosningu þar sem kjósandi fær að krossa við alla þá sem hann treystir til að gegna embættinu. Allt eins og í einfaldri meirihlutakosningu nær sá kjöri „sem flest fær atkvæði“ svo að vitnað sé í stjórnarskrárákvæðið. Rannsóknir benda til þess að í samþykktarkosningu veljist sá frambjóðandi sem einna mest eining ríkir um. lEnn betri er aðferð aðal- og varavals. Kjósandinn merkir við þann frambjóðanda sem hann helstan kýs, og við annan til vara. Fyrst eru talin saman atkvæði að aðalvali kjósenda. Nái þá einhver meirihlutafylgi er hann rétt kjörinn forseti Íslands. Ef ekki, kemur sá frambjóðandi sem fær fæst aðalatkvæði ekki lengur til greina. Atkvæði hans færast til hinna frambjóðendanna í samræmi við varaval hvers kjósanda og þá sem aðalvalsatkvæði. Þetta er svo endurtekið þar til fundinn er sá eini sem nær meirihluta þeirra atkvæða sem enn eru gild. Hann hefur þannig hlotið „flest atkvæði“. Lesa má um aðferðina og langa reynslu af henni á Írlandi á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=264. Vitaskuld þarf að gaumgæfa hvort að ofangreindar aðferðir séu í samræmi við stjórnarskrá. Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti forsetakjörs og ætti því að bera skylda til að upplýsa Alþingi um stjórnarskrárlögmæti ráðgerðra lagaákvæða í þessu efni. Fyrir slíku er fordæmi. (Stjórnlagaráð tók á vanda af þessu tagi með því að leggja til skipan Lögréttu.) Þyki lagabreyting ófær ættu lýðræðisunnendur að taka sig saman um að efna til vandaðrar skoðanakönnunar á hug kjósenda til frambjóðenda. Best færi á því að kjósendur yrðu spurðir bæði um aðal- og varaósk þeirra. Niðurstaðan gæti orðið leiðbeinandi, bæði frambjóðendum, sem kynnu að draga sig í hlé, en líka kjósendum sem sæju hvaða frambjóðendur kæmu helst til greina. En þetta er þrautaleið. Æskilegast væri að sjálft fyrirkomulag kosninganna væri slíkt að atkvæði kjósenda dagi ekki uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli kosningabærra manna. Ákvæði stjórnarskrárinnar mæla fyrir um að „[s]á, sem flest fær atkvæði […] er rétt kjörinn forseti.“ Lögin, sem útfæra þetta nánar, veita kjósendum það verkfæri eitt að merkja með einum krossi. Þessi aðferð kallast meirihlutakosning – sem getur reynst hreinasta öfugmæli. Margoft hefur verið bent á nauðsyn þess að breyta ákvæðunum og taka upp aðferð sem geri það líklegt að kjörinn forseti njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Greinarhöfundur hefur skrifað um þetta blaðagreinar og sent stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 ítarlegt erindi þar um. Og vitaskuld tók stjórnlagaráðið, sem starfaði sumarið 2011, á málinu – en ekkert hefur gerst.Hvað er til ráða? Stjórnarskránni verður vart breytt fyrir kosningarnar. En spyrja má hvort stjórnarskrárákvæðið sé svo þröngt að ekki megi kanna hug kjósenda nánar en með einum krossi? Að vísu kemur fram í umfjöllun um málið á Alþingi 1944 að einföld meirihlutakosning hafi þá verið höfð í huga enda sé það gert í trausti þess, eins og segir í nefndaráliti, að „þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram.“ Jafnframt skiptir máli að þeir 1.500 meðmælendur, sem krafist er í stjórnarskránni frá 1944, voru þá ríflega þrefalt hærra hlutfall kjósenda en nú. Það verður því að nýta svigrúm stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að forsetakosningarnar verði markleysa. Enn er tóm til að breyta kosningalögum í því skyni. Benda má á betri aðferðir sem ættu að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar: Nefna má svokallaða samþykktarkosningu þar sem kjósandi fær að krossa við alla þá sem hann treystir til að gegna embættinu. Allt eins og í einfaldri meirihlutakosningu nær sá kjöri „sem flest fær atkvæði“ svo að vitnað sé í stjórnarskrárákvæðið. Rannsóknir benda til þess að í samþykktarkosningu veljist sá frambjóðandi sem einna mest eining ríkir um. lEnn betri er aðferð aðal- og varavals. Kjósandinn merkir við þann frambjóðanda sem hann helstan kýs, og við annan til vara. Fyrst eru talin saman atkvæði að aðalvali kjósenda. Nái þá einhver meirihlutafylgi er hann rétt kjörinn forseti Íslands. Ef ekki, kemur sá frambjóðandi sem fær fæst aðalatkvæði ekki lengur til greina. Atkvæði hans færast til hinna frambjóðendanna í samræmi við varaval hvers kjósanda og þá sem aðalvalsatkvæði. Þetta er svo endurtekið þar til fundinn er sá eini sem nær meirihluta þeirra atkvæða sem enn eru gild. Hann hefur þannig hlotið „flest atkvæði“. Lesa má um aðferðina og langa reynslu af henni á Írlandi á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=264. Vitaskuld þarf að gaumgæfa hvort að ofangreindar aðferðir séu í samræmi við stjórnarskrá. Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti forsetakjörs og ætti því að bera skylda til að upplýsa Alþingi um stjórnarskrárlögmæti ráðgerðra lagaákvæða í þessu efni. Fyrir slíku er fordæmi. (Stjórnlagaráð tók á vanda af þessu tagi með því að leggja til skipan Lögréttu.) Þyki lagabreyting ófær ættu lýðræðisunnendur að taka sig saman um að efna til vandaðrar skoðanakönnunar á hug kjósenda til frambjóðenda. Best færi á því að kjósendur yrðu spurðir bæði um aðal- og varaósk þeirra. Niðurstaðan gæti orðið leiðbeinandi, bæði frambjóðendum, sem kynnu að draga sig í hlé, en líka kjósendum sem sæju hvaða frambjóðendur kæmu helst til greina. En þetta er þrautaleið. Æskilegast væri að sjálft fyrirkomulag kosninganna væri slíkt að atkvæði kjósenda dagi ekki uppi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun