Auknar og breyttar kröfur á forseta Össur Skarphéðinsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Umræður um forsetakosningar hafa snúist um flest annað en þá verðleika sem breytt inntak forsetaembættisins í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar krefst af þeim sem sækjast eftir kjöri. Fæstir virðast líka átta sig á þeim breytingum sem geta orðið á hlutverki forseta verði ný stjórnarskrá samþykkt á næsta kjörtímabili. Á því eru nú vaxandi líkur. Þær tel ég færa forsetanum aukið formlegt og efnislegt vægi á mikilvægum augnablikum einsog við flóknar stjórnarmyndanir.„Annars konar lýðræðiskerfi“ Fjórir stjórnmálaflokkar hafa lýst yfir að strax að loknum kosningum vilji þeir ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011. Þeir flokkar hafa alllanga hríð haft góðan meirihluta í könnunum. Núverandi forseti hefur sagt að tillögurnar séu „í raun nýr grundvöllur stjórnskipunar“ og feli í sér „annars konar lýðræðiskerfi en þjóðin hefur vanist, mjög frábrugðið því sem við höfum þekkt í áratugi.“ Kvað forsetinn þó „ótaldar tillögur stjórnlagaráðs um forseta Íslands.“ Athyglisvert er því að brjóta til mergjar hvernig síðasttöldu tillögurnar breyta vægi og áhrifum forsetans, einkum andspænis sundurleitu þingi og flókinni stjórnarmyndun. Um leið herða þær kröfurnar sem verður að gera til forsetaefna.Ólafur Ragnar breytti forsetaembættinu Stjórnarskráin gefur forseta mjög rúmt svigrúm til athafna. Í þrennum efnum braut Ólafur Ragnar út jaðar hins pólitíska akurlendis Bessastaða. Í fyrsta lagi tók hann í fóstur eitt af meginsviðum utanríkisstefnu Íslendinga, norðurslóðir, og hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar bókstaflega tekið það yfir með glæsibrag. Stjórnmálamenn grannríkja einsog Jónas Gahr Störe, formaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, ásökuðu eigin ríkisstjórn um að láta Íslendinga „stela“ frá sér norðurslóðum. Á minni tíð í utanríkisráðuneytinu skilgreindi ég norðurslóðir sem eina af þungamiðjum utanríkisstefnunnar, og skrifaði stefnuna um norðurslóðir sem Alþingi samþykkti einróma. Fyrir mig, og væntanlega aðra Íslendinga, er þetta ótvíræða frumkvæði forsetans fagnaðarefni. Svipað má segja um áherslur hans á jarðhita og endurnýjanlega orku. Ólafur Ragnar hefur því fært alþjóðamál innfyrir verkahring forsetaembættisins. Nýr forseti mun þurfa að geta sett á dagskrá heima og erlendis mikilvæg utanríkispólitísk málefni, sem samstaða er um meðal almennings, svo fremi þau varði beina og óbeina hagsmuni Íslands. Gildir einu, hvort um væri að ræða norðurslóðir, íslenskar listir, loftslagsmál, mannréttindi, velferð hafsins – eða sértækari mál einsog súrnun norðurhafa. Forseti þarf að hafa þekkingu, reynslu og málefnalega burði til að koma hagsmunum Íslands með þessum hætti á framfæri.Málsvar og málskotsréttur Í öðru lagi verður Ólafs Ragnars minnst fyrir að hafa á ögurstundu tekið sér hlutverk málsvara Íslands í erfiðum milliríkjadeilum. Af 20 ára ferli voru ógleymanlegustu orð forsetans mælt á erlenda tungu í hinum herskáa þætti, „Hard-talk“ á BBC: „Listen, son“ – en þau voru aðdragandinn að því þegar forsetinn setti Jeremy Paxman, þekktasta orðhák engilaxneska fjölmiðlaheimsins, á sinn stað í beinni útsendingu. Pólitísk reynsla, þekking á utanríkispólitík, vald á enskri tungu, og vigt aldurs gerðu forsetann að vígfimasta baráttumanni Íslands í deilunni við Breta og Hollendinga. Nýr forseti verður, líkt og Ólafur, að geta haldið vel og fast utan um hagsmuni Íslands í fyrirvaralausri orrahríð við erlenda valdsmenn á alþjóðafundum og ekki síður óvægna miðla ef í harðbakka slær. Reynsla í harðri rökræðu á erlendum vettvangi og afburðahæfni á alheimstungunni munu skera úr um getu nýs forseta til að standa undir þessu nýja verkefni. Þriðja og mikilvægasta framlag Ólafs Ragnars er þó hvernig hann vakti málskotsréttinn til lífs eftir að flestir lögspekingar lýðveldisins höfðu túlkað hann sem innihaldslausan bókstaf. Með því að virkja málskotsréttinn færði forsetinn til þungamiðjuna í mikilvægi embættisins og breytti því í lýðræðislegan farveg fyrir vilja almennings andspænis umdeildum og óvinsælum lögum frá Alþingi. Rök forsetans voru gagnrýnd á sínum tíma. Alþingi og stjórnmálaflokkar undu hins vegar inngripum forsetans. Ríkisstjórnir sögðu ekki af sér. Þannig veittu þessar lykilstofnanir lýðveldisins málskotsréttinum lögmæti. Í dag er það nokkuð skýr vilji þjóðarinnar að meðan rétturinn er í höndum forseta sé hann nýttur sem stjórnskipulegur neyðarhemill til að tryggja henni rétt sinn. Nýr forseti þarf því að hafa sýnt að hann hafi bein sem duga gagnvart freku framkvæmdavaldi og búi yfir karakterstyrk, sem tryggi að vilji þjóðarinnar verði ekki kaffærður í refjum þingræðisins.Ný stjórnarskrá Á alþingi er í dag ríkur vilji til að ráðast í löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni í samræmi við tillögur stjórnlagaráðsins. Fjórir flokkar með langvarandi meirihluta í könnunum vilja nýja stjórnarskrá. Langstærsti flokkur dagsins, Píratar, hafa siglt þannig með himinskautum að varla verður að óbreyttu mynduð ríkisstjórn án þátttöku þeirra. Þeir hafa formlega samþykkt með kosningu að ný stjórnarskrá sé forgangsverkefni. Nýju ákvæðin um hlutverk forseta eru mjög merkileg. Í stað þess að forseti velji forsætisráðherra eftir hefðbundinn menúett með formönnum flokka á bak við luktar dyr verður hann að leggja fram formlega tillögu á Alþingi um þann einstakling sem hann vill að verði forsætisráðherra. Þingið mun ræða þá tillögu fyrir opnum tjöldum. Hafni það tillögu forsetans getur hann lagt fram aðra tillögu. Nái hún ekki heldur fram að ganga má hann leggja fram þriðju tillöguna, en sama rétt hafa þá einnig einstakir þingmenn og þingflokkar. Í þeirri lotu er athyglisverðast að forsetinn, og aðrir á þinginu, mega gera tillögu um að forsætisráðherra komi utan þings. Annað merkilegt nýmæli, sem siglir hljótt en ristir djúpt, rýfur einokun flokksformanna á ráðgjöf til forsetans við myndun ríkisstjórna. Tillaga stjórnlagaráðs tekur sérstaklega fram að forseti skuli leita samráðs um tillögur sínar við þingflokka, eða þingmenn, en mælir ekki fyrir um sérstaka skyldu til að ráðslaga við flokksformenn. Ekki þarf reyndan stjórnmálamann til að skilja hvað þetta býður upp á.Aukið vægi við stjórnarmyndanir Ég er hjartanlega ósammála þeim sem telja þessi nýmæli fela í sér litla breytingu á valdi forseta. Ég tel að við vissar aðstæður, þegar þing er sundrað og enginn skýr meirihluti í augsýn, færi þau forseta miklu meira svigrúm, meira vægi og ábyrgð en í dag. Þau gera því mun ríkari kröfur til að nýr forseti búi yfir færni til að geta undir tímapressu á úrslitastundum lokið stjórnarmyndun án þess að boða til nýrra kosninga. Um leið þarf hann vitaskuld að svara öðrum kröfum, sem ég reifa ef til vill síðar. Ég tel til dæmis að forsetaefni verði krafin um afstöðu sína til deilumála sem slitið hafa þjóðina sundur áratugum saman, einsog um stjórn fiskveiða og eignarhald á auðlindum. Þau verða án efa meðal þeirra erfiðu mála sem hugsanlega koma til kasta forsetans. Þjóðin vill væntanlega vita að hverju hún gengur.Verðleikaprófið Forsetakjör er verðleikapróf. Þar metur þjóðin staðfestu, feril, tjáningarhæfni, lífsreynslu, og mannlega eiginleika frambjóðanda andspænis þeim vaxandi kröfum sem gerðar eru til forsetans. Þessvegna er mikilvægt að þær séu skýrðar og ræddar strax í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Tengdar fréttir Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. 23. mars 2016 07:00 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Umræður um forsetakosningar hafa snúist um flest annað en þá verðleika sem breytt inntak forsetaembættisins í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar krefst af þeim sem sækjast eftir kjöri. Fæstir virðast líka átta sig á þeim breytingum sem geta orðið á hlutverki forseta verði ný stjórnarskrá samþykkt á næsta kjörtímabili. Á því eru nú vaxandi líkur. Þær tel ég færa forsetanum aukið formlegt og efnislegt vægi á mikilvægum augnablikum einsog við flóknar stjórnarmyndanir.„Annars konar lýðræðiskerfi“ Fjórir stjórnmálaflokkar hafa lýst yfir að strax að loknum kosningum vilji þeir ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011. Þeir flokkar hafa alllanga hríð haft góðan meirihluta í könnunum. Núverandi forseti hefur sagt að tillögurnar séu „í raun nýr grundvöllur stjórnskipunar“ og feli í sér „annars konar lýðræðiskerfi en þjóðin hefur vanist, mjög frábrugðið því sem við höfum þekkt í áratugi.“ Kvað forsetinn þó „ótaldar tillögur stjórnlagaráðs um forseta Íslands.“ Athyglisvert er því að brjóta til mergjar hvernig síðasttöldu tillögurnar breyta vægi og áhrifum forsetans, einkum andspænis sundurleitu þingi og flókinni stjórnarmyndun. Um leið herða þær kröfurnar sem verður að gera til forsetaefna.Ólafur Ragnar breytti forsetaembættinu Stjórnarskráin gefur forseta mjög rúmt svigrúm til athafna. Í þrennum efnum braut Ólafur Ragnar út jaðar hins pólitíska akurlendis Bessastaða. Í fyrsta lagi tók hann í fóstur eitt af meginsviðum utanríkisstefnu Íslendinga, norðurslóðir, og hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar bókstaflega tekið það yfir með glæsibrag. Stjórnmálamenn grannríkja einsog Jónas Gahr Störe, formaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, ásökuðu eigin ríkisstjórn um að láta Íslendinga „stela“ frá sér norðurslóðum. Á minni tíð í utanríkisráðuneytinu skilgreindi ég norðurslóðir sem eina af þungamiðjum utanríkisstefnunnar, og skrifaði stefnuna um norðurslóðir sem Alþingi samþykkti einróma. Fyrir mig, og væntanlega aðra Íslendinga, er þetta ótvíræða frumkvæði forsetans fagnaðarefni. Svipað má segja um áherslur hans á jarðhita og endurnýjanlega orku. Ólafur Ragnar hefur því fært alþjóðamál innfyrir verkahring forsetaembættisins. Nýr forseti mun þurfa að geta sett á dagskrá heima og erlendis mikilvæg utanríkispólitísk málefni, sem samstaða er um meðal almennings, svo fremi þau varði beina og óbeina hagsmuni Íslands. Gildir einu, hvort um væri að ræða norðurslóðir, íslenskar listir, loftslagsmál, mannréttindi, velferð hafsins – eða sértækari mál einsog súrnun norðurhafa. Forseti þarf að hafa þekkingu, reynslu og málefnalega burði til að koma hagsmunum Íslands með þessum hætti á framfæri.Málsvar og málskotsréttur Í öðru lagi verður Ólafs Ragnars minnst fyrir að hafa á ögurstundu tekið sér hlutverk málsvara Íslands í erfiðum milliríkjadeilum. Af 20 ára ferli voru ógleymanlegustu orð forsetans mælt á erlenda tungu í hinum herskáa þætti, „Hard-talk“ á BBC: „Listen, son“ – en þau voru aðdragandinn að því þegar forsetinn setti Jeremy Paxman, þekktasta orðhák engilaxneska fjölmiðlaheimsins, á sinn stað í beinni útsendingu. Pólitísk reynsla, þekking á utanríkispólitík, vald á enskri tungu, og vigt aldurs gerðu forsetann að vígfimasta baráttumanni Íslands í deilunni við Breta og Hollendinga. Nýr forseti verður, líkt og Ólafur, að geta haldið vel og fast utan um hagsmuni Íslands í fyrirvaralausri orrahríð við erlenda valdsmenn á alþjóðafundum og ekki síður óvægna miðla ef í harðbakka slær. Reynsla í harðri rökræðu á erlendum vettvangi og afburðahæfni á alheimstungunni munu skera úr um getu nýs forseta til að standa undir þessu nýja verkefni. Þriðja og mikilvægasta framlag Ólafs Ragnars er þó hvernig hann vakti málskotsréttinn til lífs eftir að flestir lögspekingar lýðveldisins höfðu túlkað hann sem innihaldslausan bókstaf. Með því að virkja málskotsréttinn færði forsetinn til þungamiðjuna í mikilvægi embættisins og breytti því í lýðræðislegan farveg fyrir vilja almennings andspænis umdeildum og óvinsælum lögum frá Alþingi. Rök forsetans voru gagnrýnd á sínum tíma. Alþingi og stjórnmálaflokkar undu hins vegar inngripum forsetans. Ríkisstjórnir sögðu ekki af sér. Þannig veittu þessar lykilstofnanir lýðveldisins málskotsréttinum lögmæti. Í dag er það nokkuð skýr vilji þjóðarinnar að meðan rétturinn er í höndum forseta sé hann nýttur sem stjórnskipulegur neyðarhemill til að tryggja henni rétt sinn. Nýr forseti þarf því að hafa sýnt að hann hafi bein sem duga gagnvart freku framkvæmdavaldi og búi yfir karakterstyrk, sem tryggi að vilji þjóðarinnar verði ekki kaffærður í refjum þingræðisins.Ný stjórnarskrá Á alþingi er í dag ríkur vilji til að ráðast í löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni í samræmi við tillögur stjórnlagaráðsins. Fjórir flokkar með langvarandi meirihluta í könnunum vilja nýja stjórnarskrá. Langstærsti flokkur dagsins, Píratar, hafa siglt þannig með himinskautum að varla verður að óbreyttu mynduð ríkisstjórn án þátttöku þeirra. Þeir hafa formlega samþykkt með kosningu að ný stjórnarskrá sé forgangsverkefni. Nýju ákvæðin um hlutverk forseta eru mjög merkileg. Í stað þess að forseti velji forsætisráðherra eftir hefðbundinn menúett með formönnum flokka á bak við luktar dyr verður hann að leggja fram formlega tillögu á Alþingi um þann einstakling sem hann vill að verði forsætisráðherra. Þingið mun ræða þá tillögu fyrir opnum tjöldum. Hafni það tillögu forsetans getur hann lagt fram aðra tillögu. Nái hún ekki heldur fram að ganga má hann leggja fram þriðju tillöguna, en sama rétt hafa þá einnig einstakir þingmenn og þingflokkar. Í þeirri lotu er athyglisverðast að forsetinn, og aðrir á þinginu, mega gera tillögu um að forsætisráðherra komi utan þings. Annað merkilegt nýmæli, sem siglir hljótt en ristir djúpt, rýfur einokun flokksformanna á ráðgjöf til forsetans við myndun ríkisstjórna. Tillaga stjórnlagaráðs tekur sérstaklega fram að forseti skuli leita samráðs um tillögur sínar við þingflokka, eða þingmenn, en mælir ekki fyrir um sérstaka skyldu til að ráðslaga við flokksformenn. Ekki þarf reyndan stjórnmálamann til að skilja hvað þetta býður upp á.Aukið vægi við stjórnarmyndanir Ég er hjartanlega ósammála þeim sem telja þessi nýmæli fela í sér litla breytingu á valdi forseta. Ég tel að við vissar aðstæður, þegar þing er sundrað og enginn skýr meirihluti í augsýn, færi þau forseta miklu meira svigrúm, meira vægi og ábyrgð en í dag. Þau gera því mun ríkari kröfur til að nýr forseti búi yfir færni til að geta undir tímapressu á úrslitastundum lokið stjórnarmyndun án þess að boða til nýrra kosninga. Um leið þarf hann vitaskuld að svara öðrum kröfum, sem ég reifa ef til vill síðar. Ég tel til dæmis að forsetaefni verði krafin um afstöðu sína til deilumála sem slitið hafa þjóðina sundur áratugum saman, einsog um stjórn fiskveiða og eignarhald á auðlindum. Þau verða án efa meðal þeirra erfiðu mála sem hugsanlega koma til kasta forsetans. Þjóðin vill væntanlega vita að hverju hún gengur.Verðleikaprófið Forsetakjör er verðleikapróf. Þar metur þjóðin staðfestu, feril, tjáningarhæfni, lífsreynslu, og mannlega eiginleika frambjóðanda andspænis þeim vaxandi kröfum sem gerðar eru til forsetans. Þessvegna er mikilvægt að þær séu skýrðar og ræddar strax í upphafi.
Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. 23. mars 2016 07:00
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun