Tækifæri felast í sókndjarfri landbúnaðarstefnu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 16. mars 2016 07:00 Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar