Tækifæri felast í sókndjarfri landbúnaðarstefnu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 16. mars 2016 07:00 Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar