Einkarekstur ekki rétta leiðin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar