Körfubolti

Sjö töp í röð hjá Hlyni og Drekunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/valli
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði í körfubolta, og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall töpuðu fyrir Norrköping Dolphins, 92-89, í dag.

Leikurinn fór fram í hádeginu, en staðan í hálfleik var 51-41 fyrir heimamenn í Norrköping. Sundsvall kom sterkt til leiks í þriðja leikhluta og jafnaði metin í 61-61 fyrir fjórða leikhlutann. Þar höfðu heimamenn betur á endanum.

Hlynur Bæringsson skoraði tíu stig og tók tíu fráköst auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr einu af fjórum skotum sínum úr teignum og tveimur skotum af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Þetta er sjöunda tapið í röð hjá Drekunum sem geta ekki keypt sér sigur þessa dagana. Liðið er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×