Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði Jón Atli Benediktsson skrifar 20. febrúar 2016 17:06 Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun