Herlaust land Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun