Bjarni, þú ert ekki sammála mér, þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér Kári Stefánsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun