Körfubolti

Martin magnaður í sigri í Íslendingaslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson hefur verið magnaður í vetur.
Martin Hermannsson hefur verið magnaður í vetur. mynd/liu
Ekkert lát er á frábærri spilamennski Martins Hermannssonar, landsliðsmanns í körfubolta, með liði sínu LIU Brooklyn Blackbirds í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Martin var í sigurliði LIU í kvöld í Brooklyn- og Íslendingaslag á móti St. Francis, en Svartþrestirnir höfðu betur, 82-67.

Martin skoraði 19 stig, tók sjö fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal fimm boltum og tapaði honum aldrei. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem hann hleður í aðra eins tölfræðilínu.

Landsliðsmaðurinn, sem hefur verið í miklum ham í vetur, skoraði úr sex af þrettán skotum sínum utan að velli og nýtti öll sex vítaskotin sín.

Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson var í byrjunarliði St. Francis og skoraði tvö stig og tók sjö fráköst á 28 mínútum.

LIU Brooklyn er búið að vinna þrettán leiki og tapa tólf (7-7 innan deildarinnar) og er í sjötta sæti í norðausturdeildinni. St. Francis er með sama heildarárangur (9-5 innan deildarinnar) og er í þriðja sæti NEC.


Tengdar fréttir

Ótrúlegur leikur hjá Martin

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Martin valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×