Íslenski boltinn

Leiknismenn í þriðja úrslitaleikinn á fjórum árum | Unnu í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði tvö mörk í leiknum og eitt í vítakeppninni.
Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði tvö mörk í leiknum og eitt í vítakeppninni. Vísir/Stefán
Leiknismenn eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta eftir sigur í vítakeppni á móti Fjölni í undanúrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í kvöld.

Leiknisliðið mætir annaðhvort Val eða Víkingi í úrslitaleiknum en þau spila á sama stað seinna í kvöld.

Þetta er annað árið í röð og í þriðja skiptið á fjórum árum sem Leiknismenn komast alla leið í úrslitaleikinn.

Liðin gerðu 3-3 jafntefli í venjulegum leiktíma en Leiknir vann vítakeppnina 5-4. Leiknismenn skoruðu úr öllum fimm vítaspyrnum sínum en Birnir Snær Ingason klikkaði á síðustu vítaspyrnu Fjölnis.

Guðmundur Karl Guðmundsson og Birnir Snær Ingason komu Fjölni í 2-0 á fyrstu 26 mínútum leiksins og þannig var staðan þar til á 54. mínútu leiksins.

Ólafur Hrannar Kristjánsson minnkaði muninn á 54. mínútu og Elvar Páll Sigurðsson jafnaði metin sjö mínútum síðar.

Ólafur Hrannar skoraði síðan sitt annað mark og kom Leikni í 3-2 þegar tólf mínútur voru eftir. Það tók Þórir Guðjónsson aðeins tvær mínútur að jafna metin og tryggja Fjölni vítaspyrnukeppni.

Upplýsingar um markaskorara og gang vítaspyrnukeppninnar eru fengnar frá úrslitasíðunni úrslit.net.



Vítakeppnin: 5-4 fyrir Leiknir

1-0 Sindri Björnsson, mark

1-1 Aron Sigurðarson, mark

2-1 Atli Arnarson, mark

2-2 Þórir Guðjónsson, mark

3-2 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, mark

3-3 Gunnar Már Guðmundsson, mark

4-3 Kristján Páll Jónsson, mark

4-4 Guðmundur Karl Guðmundsson, mark

5-4 Guðmundur Karl Guðmundsson. mark

5-4 Birnir Snær Ingason, klikkaði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×