Íslenski boltinn

Óli Jóh: Við nánast gátum ekki neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta var frekar dapur leikur. Ég verð að viðurkenna það,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir skellinn gegn Leikni í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.

„Við nánast gátum ekki neitt, því miður. Þetta er úrslitaleikur og það á ekki að þurfa að biðja menn um að leggja sig fram í honum. Það var eitthvað sem fór úrskeiðis. Við höfum spilað þetta mót ágætlega fyrir utan þennan leik en það færir okkur ekki neitt. Þetta var skipbrot.“

Sjá einnig: Sjáðu glæsimark Ingvars og öll hin mörkin

Valur komst yfir í leiknum en náði ekki að fylgja því eftir.

„Ég veit ekki hvort við misstum hausinn. Stundum gengur bara ekki neitt upp.“

Ólafur segist vera í leikmannaleit fyrir sumarið enda var hann án framherja í kvöld.

„Við erum búnir að fá einn senter en hann er ekki orðinn löglegur. Eigum við ekki að segja að við náum okkur í einn senter í viðbót. Líka einn miðjumann og ef vel liggur á mönnum niður á Hlíðarenda þá líka einn varnarmann.“

Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Leiknir Reykjavíkurmeistari

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með öruggum sigri á Valsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×