Körfubolti

Fjórtán stiga tap Svendborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel í leik með landsliðinu.
Axel í leik með landsliðinu. vísir/andri marinó
Svendborg Rabbits tapaði með fjórtán stiga mun gegn Bakken Bears, 97-83, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Tveir Íslendingar eru á mála hjá Svendborg.

Bakken byrjaði vel og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 28-18. Þeir leiddu svo með sex stigum í hálfleik, 52-46.

Birnirnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum fjórtán stiga sigur, 97-83, en þeir unnu þrjá af fjórum leikhlutunum í leiknum.

Axel Kárason skoraði ellefu stig, en hann hitti úr öllum skotum sínum í leiknum. Einnig tók hann tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Arnar Guðjónsson þjálfar Svendborg.

Svendborg er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, en Bakken er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig. Horsens er á toppnum með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×