Körfubolti

Valencia vann án Jóns Arnórs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja áður en hann gekk í raðir Valencia.
Jón Arnór í leik með Unicaja áður en hann gekk í raðir Valencia. vísir/daníel
Valencia vann sinn fimmtánda leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, þegar liðið vann átta stiga sigur á Morabanc Andorra, 86-78.

Valencia byrjaði vel og vann fyrsta leikhlutann 23-20, en staðan var þó jöfn í hálfleik 44-44. Eftir þriðja leikhlutann var staðan enn jöfn, 62-62.

Í fjórða og síðasta leikhlutanum stigu Valencia-menn á bensíngjöfina og unnu að lokum átta stiga sigur, 86-78.

Þetta var fimmtándi sigur Valencia í röð í deildinni, en þeir eru búnir að vinna alla 26 leki á tímabilinu; í spænsku úrvalsdeildinni og Evrópukeppninni.

Jón Arnór Stefánsson spilaði ekki með Valencia vegna meiðsla í baki, en þetta er þriðji leikurinn í röð sem Jón Arnór missir af.

Bojan Dubljevic skoraði 17 stig fyrir Valencia auk þess að taka sex fráköst. Næstur kom Antoine Diot, en hann skoraði sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×