Með jöfnuð að leiðarljósi Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun