Hveljusúpan árlega Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ég man eftir svona köllum frá því að maður var í fiski eða byggingavinnu á sumrin með náminu og þeir tóku stundum svolítinn þussprett út af listamönnum og afætum, menntamönnum, menntskælingum – færðust allir í aukana þegar þeir urðu varir við að einhver var að hlusta og svo svaraði maður sjálfur fullum hálsi og um stund titraði vinnuskúrinn af ósætti. En við sáum alltaf hver framan í annan. Við sáum glampa í auga, glott í augnkrók, námum ósýnileg skilaboð sem menn senda frá sér þegar þeir eru samtímis í einu rými. Svo var alltaf einhver sem sagði: Jæja, eigum við ekki að tala um eitthvað skemmtilegt. Þegar pásan var svo búin þurftum við að fara aftur að gera eitthvað saman. Við þurftum líka að reyna að finna samræðugrundvöll milli þess sem við þráttuðum um þetta – við þurftum að finna sameiginlegan tilverugrundvöll. DeilugerðarmennÉg man líka eftir listamanni sem ég þekkti og talaði eins og samborgarar hans stæðu almennt í þakkarskuld við hann fyrir það eitt að hlotnast sú vegsemd að fá að vera samtíðarmenn hans. Hann taldi það ekki nema sjálfsagt mál að samfélagið sýndi þakklæti sitt, þó í litlu væri, með fjárframlögum sem hann þáði allra náðarsamlegast. Svona talaði hann stundum – en það var alltaf svolítið bros einhvers staðar í augnkrókunum sem sýndi að við hin þyrftum kannski ekki að taka þetta tal alveg bókstaflega eða súpa hveljur yfir ósvífninni. Og Halldór Laxness. Þegar sænskir blaðamenn spurðu hann hvað hann ætlaði að gera fyrir peningana sem hann fékk með Nóbelsverðlaununum svaraði hann að bragði: Ég ætla að kaupa brennivín fyrir þá. Sænsku blaðamennirnir supu hveljur en þetta þótti fyndið hér heima því Halldór var kannski einn af um það bil fimm íslenskum karlmönnum sem kunni með áfengi að fara á síðustu öld. Nú eru allir svo reiðir. Allt er svo ábúðarmikið. Mörgum þykir svo eftirsóknarvert að vera bálreiðir yfir framlögum úr opinberum sjóðum til listamanna – og alveg sérstaklega rithöfunda. Andúðin verður svo endanleg þarna á netinu. Við horfum ekki hvert framan í annað þegar við skiptumst á skoðunum og nemum ekki bros í augnkrók eða önnur lítil merki um að „þetta sé nú ekki þannig meint“ – og skiptumst þar með einmitt ekki á skoðunum, en höldum dauðahaldi í þær, súpandi okkar eigin prívat-hveljur. Því nú malla þeir nýja hveljusúpu, deilugerðarmennirnir, sem á hverju ári sinna af trúmennsku þeirri hugsjón að ala á andúð á listamönnum. Þetta árið er þetta óvenju svæsið. Við sjáum dellufrétt um lítil afköst Andra Snæs, sem að vísu er jafnharðan hrakin en þjónar sínum tilgangi: að láta hann standa frammi fyrir nokkurs konar dómstól og verja störf sín og orðspor. Hvernig afsannar maður að maður sé landeyða og afæta, þegar því er aldrei haldið beinlínis fram berum orðum en bara látið að því liggja? Framlag ritlistarKomið hefur fram í rannsóknum Ágústs Einarssonar prófessors og fyrrum alþingismanns á hagrænum áhrifum ritlistar að framlag hennar til landsframleiðslu sé 1,5%. Samkvæmt útreikningum hans var framlag ritlistarinnar til landsframleiðslu á árinu 2014 27 milljarðar króna. Er þá ótalið ómælanlegt en kannski raunverulegt gildi bókmenntanna fyrir samfélagið og fólkið í landinu: áhrif þeirra á okkur; allar þær hugsanir sem bókmenntirnar vekja með ómældum margfeldisáhrifum; allar þær tilfinningar sem þar eru færðar í orð af listfengi; það ljós sem vel sögð saga getur brugðið á líf þess sem les, svo að viðkomandi verður jafnvel ekki söm/samur; sú unun sem fagurlega smíðuð hending vekur ... Og svo framvegis. En ekki fer á milli mála að hagnaður samfélagsins af bókmenntastarfseminni í landinu er umtalsverður, í beinhörðum peningum. Nú er það því miður svo, að til þess að bækur verði til þurfa rithöfundar og skáld líka að vera til. Og þannig háttar með ritlist að þar er ekki alltaf á vísan að róa með afköst. Það getur tekið nokkur ár fyrir höfunda að skrifa stórar og miklar skáldsögur, kostað þá mikil átök og meira erfiði en ætla mætti í fljótu bragði. Uppskeran getur svo orðið afar ríkuleg. Framlög úr launasjóðum til rithöfunda byggjast á umsóknum höfunda, og hafa nefndarmenn væntanlega það til hliðsjónar hversu líklegt sé að úr verði gott bókmenntaverk. Slíkt er alltaf matsatriði, og þar mega ekki koma til álita önnur sjónarmið en bókmenntagildi, og þess vegna má ekki hleypa stjórnmálaflokkunum aftur að þessum málum, eins og þegar Jónas frá Hriflu stóð fyrir skerðingum á skáldalaunum Halldórs Laxness þegar honum mislíkuðu skrif hans. Nefndarmenn hafa væntanlega í huga fyrri verk höfunda annars vegar og svo hins vegar hvernig umsóknin sé úr garði gerð. Því sjáum við kannski sömu nöfn ár eftir ár. Þetta eru atvinnuhöfundarnir okkar. Hafi höfundur áður skrifað verk sem hafa ótvírætt gildi, út frá ýmsum sjónarhornum skoðað, er viðkomandi höfundur líklegur til að fá jafnvel nokkurra ára laun. Þeir höfundar sem hafa verið dregnir fram eins og fjársvikamenn, meira að segja á forsíðu hins indæla rakarastofublaðs, Séð og heyrt, eiga það sammerkt, að hafa gert ritstörf að ævistarfi. Þetta er fólk sem er vakið og sofið í því að skapa bókmenntir. Þetta er allt fólk sem hefur gefið samfélaginu mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég man eftir svona köllum frá því að maður var í fiski eða byggingavinnu á sumrin með náminu og þeir tóku stundum svolítinn þussprett út af listamönnum og afætum, menntamönnum, menntskælingum – færðust allir í aukana þegar þeir urðu varir við að einhver var að hlusta og svo svaraði maður sjálfur fullum hálsi og um stund titraði vinnuskúrinn af ósætti. En við sáum alltaf hver framan í annan. Við sáum glampa í auga, glott í augnkrók, námum ósýnileg skilaboð sem menn senda frá sér þegar þeir eru samtímis í einu rými. Svo var alltaf einhver sem sagði: Jæja, eigum við ekki að tala um eitthvað skemmtilegt. Þegar pásan var svo búin þurftum við að fara aftur að gera eitthvað saman. Við þurftum líka að reyna að finna samræðugrundvöll milli þess sem við þráttuðum um þetta – við þurftum að finna sameiginlegan tilverugrundvöll. DeilugerðarmennÉg man líka eftir listamanni sem ég þekkti og talaði eins og samborgarar hans stæðu almennt í þakkarskuld við hann fyrir það eitt að hlotnast sú vegsemd að fá að vera samtíðarmenn hans. Hann taldi það ekki nema sjálfsagt mál að samfélagið sýndi þakklæti sitt, þó í litlu væri, með fjárframlögum sem hann þáði allra náðarsamlegast. Svona talaði hann stundum – en það var alltaf svolítið bros einhvers staðar í augnkrókunum sem sýndi að við hin þyrftum kannski ekki að taka þetta tal alveg bókstaflega eða súpa hveljur yfir ósvífninni. Og Halldór Laxness. Þegar sænskir blaðamenn spurðu hann hvað hann ætlaði að gera fyrir peningana sem hann fékk með Nóbelsverðlaununum svaraði hann að bragði: Ég ætla að kaupa brennivín fyrir þá. Sænsku blaðamennirnir supu hveljur en þetta þótti fyndið hér heima því Halldór var kannski einn af um það bil fimm íslenskum karlmönnum sem kunni með áfengi að fara á síðustu öld. Nú eru allir svo reiðir. Allt er svo ábúðarmikið. Mörgum þykir svo eftirsóknarvert að vera bálreiðir yfir framlögum úr opinberum sjóðum til listamanna – og alveg sérstaklega rithöfunda. Andúðin verður svo endanleg þarna á netinu. Við horfum ekki hvert framan í annað þegar við skiptumst á skoðunum og nemum ekki bros í augnkrók eða önnur lítil merki um að „þetta sé nú ekki þannig meint“ – og skiptumst þar með einmitt ekki á skoðunum, en höldum dauðahaldi í þær, súpandi okkar eigin prívat-hveljur. Því nú malla þeir nýja hveljusúpu, deilugerðarmennirnir, sem á hverju ári sinna af trúmennsku þeirri hugsjón að ala á andúð á listamönnum. Þetta árið er þetta óvenju svæsið. Við sjáum dellufrétt um lítil afköst Andra Snæs, sem að vísu er jafnharðan hrakin en þjónar sínum tilgangi: að láta hann standa frammi fyrir nokkurs konar dómstól og verja störf sín og orðspor. Hvernig afsannar maður að maður sé landeyða og afæta, þegar því er aldrei haldið beinlínis fram berum orðum en bara látið að því liggja? Framlag ritlistarKomið hefur fram í rannsóknum Ágústs Einarssonar prófessors og fyrrum alþingismanns á hagrænum áhrifum ritlistar að framlag hennar til landsframleiðslu sé 1,5%. Samkvæmt útreikningum hans var framlag ritlistarinnar til landsframleiðslu á árinu 2014 27 milljarðar króna. Er þá ótalið ómælanlegt en kannski raunverulegt gildi bókmenntanna fyrir samfélagið og fólkið í landinu: áhrif þeirra á okkur; allar þær hugsanir sem bókmenntirnar vekja með ómældum margfeldisáhrifum; allar þær tilfinningar sem þar eru færðar í orð af listfengi; það ljós sem vel sögð saga getur brugðið á líf þess sem les, svo að viðkomandi verður jafnvel ekki söm/samur; sú unun sem fagurlega smíðuð hending vekur ... Og svo framvegis. En ekki fer á milli mála að hagnaður samfélagsins af bókmenntastarfseminni í landinu er umtalsverður, í beinhörðum peningum. Nú er það því miður svo, að til þess að bækur verði til þurfa rithöfundar og skáld líka að vera til. Og þannig háttar með ritlist að þar er ekki alltaf á vísan að róa með afköst. Það getur tekið nokkur ár fyrir höfunda að skrifa stórar og miklar skáldsögur, kostað þá mikil átök og meira erfiði en ætla mætti í fljótu bragði. Uppskeran getur svo orðið afar ríkuleg. Framlög úr launasjóðum til rithöfunda byggjast á umsóknum höfunda, og hafa nefndarmenn væntanlega það til hliðsjónar hversu líklegt sé að úr verði gott bókmenntaverk. Slíkt er alltaf matsatriði, og þar mega ekki koma til álita önnur sjónarmið en bókmenntagildi, og þess vegna má ekki hleypa stjórnmálaflokkunum aftur að þessum málum, eins og þegar Jónas frá Hriflu stóð fyrir skerðingum á skáldalaunum Halldórs Laxness þegar honum mislíkuðu skrif hans. Nefndarmenn hafa væntanlega í huga fyrri verk höfunda annars vegar og svo hins vegar hvernig umsóknin sé úr garði gerð. Því sjáum við kannski sömu nöfn ár eftir ár. Þetta eru atvinnuhöfundarnir okkar. Hafi höfundur áður skrifað verk sem hafa ótvírætt gildi, út frá ýmsum sjónarhornum skoðað, er viðkomandi höfundur líklegur til að fá jafnvel nokkurra ára laun. Þeir höfundar sem hafa verið dregnir fram eins og fjársvikamenn, meira að segja á forsíðu hins indæla rakarastofublaðs, Séð og heyrt, eiga það sammerkt, að hafa gert ritstörf að ævistarfi. Þetta er fólk sem er vakið og sofið í því að skapa bókmenntir. Þetta er allt fólk sem hefur gefið samfélaginu mikið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun