Rafrettur – úlfur í sauðargæru? Læknar skrifar 7. janúar 2016 07:00 Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Rafrettur Tómas Guðbjartsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. Undirrituð, sem öll starfa við meðhöndlun sjúklinga með reykingatengd krabbamein, eða við forvarnir eða rannsóknir á þessum krabbameinum, telja rétt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði sem snúa að rafrettum.Rafrettur eru lítið rannsakaðar Það er innan við áratugur síðan rafrettur voru markaðssettar á Vesturlöndum og rannsóknir á öryggi þeirra eru afar takmarkaðar. Í upphafi voru rafrettur taldar skaðlausar en nýlegar rannsóknir benda eindregið til þess að svo sé ekki. Það að rafrettur séu minna skaðlegar en venjulegar sígarettur réttlætir ekki notkun þeirra.Rafrettur eru ekki betri en aðrir nikótíngjafar Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikotínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta út sígarettum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur. Því eru engar vísbendingar um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikóktíninu er blandað við og eimast við bruna í rafrettum, er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur skaðleg efni eins og formaldehýð sem getur verið krabbameinsvaldandi. Fleiri skaðleg efni hafa mælst í rafrettuvökva og nýleg rannsókn hefur nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns getur valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða. Rannsóknir á langtímaáhrifum rafretta vantar og því vitum við ekki um skaðsemi þeirra þegar til lengri tíma er litið. Það mun taka áratugi þar til ljóst verður hver langtímaáhrif rafretta á heilsu eru.Staðan á Íslandi Ljóst er að rafrettur hafa náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi, ekki síst meðal unglinga. Nikótín er mjög ávanabindandi efni, jafnt í rafrettum sem öðrum nikótíngjöfum eins og sígarettum, og hefur ýmis skaðleg áhrif, t.d. á hjarta- og æðakerfi. Sú staðreynd að þeir sem byrja að nota rafrettur geta síðar ánetjast sígarettum veldur áhyggjum. Rafrettuvökvi getur verið hættulegur börnum og valdið nikótíneitrun ef börn gleypa hann. Því miður eru engar reglur eða lög um notkun rafretta hér á landi. Því er algeng sjón að sjá fólk reykja rafrettur á almenningsstöðum eins og veitingahúsum og stofnunum. Þetta er ólíðandi enda þurfa þeir sem eru nálægt þeim sem reykir að anda að sér gufunni, sem bæði inniheldur nikótín og önnur eiturefni.Hefta verður útbreiðslu rafretta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við útbreiðslu rafretta og hvetur ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra auk þess að mælast til að sömu lög gildi um rafrettur og sígarettur. Við teljum mikilvægt að slík lög verði sett hér á landi, ekki síst til að vernda rétt þeirra sem ekki kjósa að anda að sér gufum frá rafrettum. Á Íslandi hefur stefna í tóbaksforvörnum skilað góðum árangri. Með því að leyfa rafrettureykingar er hætta á að afturför verði á þeim mikilvæga árangri sem stuðlað hefur að bættri heilsu þjóðarinnar. Gerum ekki sömu mistök og þegar sígarettur voru markaðssettar. Það gæti reynst okkur dýrkeypt því rafrettur gætu reynst úlfur í sauðargæru.Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ – Fræðslu og forvarna og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ReykjavíkurÁsgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala og varaformaður Krabbameinsfélags ReykjavíkurGuðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ReykjavíkurGunnar Guðmundsson, prófessor og lungnalæknir á LandspítalaGunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LandspítalaHans Jakob Beck, lungnalæknir og yfirlæknir lungnasviðs ReykjalundarHrönn Harðardóttir, lungnalæknir á LandspítalaJakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala og formaður stjórnar Krabbameinsfélags ÍslandsKristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri Krabbameinsfélags ÍslandsLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsLára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og læknir hjá Krabbameinsfélagi ÍslandsMagnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla ÍslandsSigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnalæknir á LandspítalaSigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðingaTómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á LandspítalaÞórarinn Guðnason, hjartalæknir á LandspítalaÖrvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítala
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun