Falinn fjársjóður Ívar Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun