Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Eftir fimm ára bið féll dómur í Stím-málinu í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir jól. Samkvæmt dómi skal ég sæta 18 mánaða fangelsisvist vegna brota er ku hafa átt sér stað fyrir átta árum í öðrum banka en ég starfaði hjá. Mér er reyndar ókunnugt um að þessi brot hafi átt sér stað, en þau voru ósönnuð með öllu. Ég áfrýjaði dóminum samdægurs til Hæstaréttar og mun líklega þurfa að bíða í eitt og hálft ár eftir málsmeðferð þar. Af lestri dómsins er erfitt að sjá að réttarhald hafi farið fram eða að einhvers konar málsvörn hafi átt sér stað. Í fimm ár hef ég mátt þola símhleranir; upptöku persónulegra gagna; húsrannsókn; mannorðsmissi og skert lífsviðurværi. Að óþörfu og ósekju. Af kynnum mínum af réttarkerfinu hef ég séð sannleikann afbakaðan af opinberum embættismönnum, einskis er látið ófreistað til að treysta eigin tilverugrundvöll og sefa reiði, ímyndaða sem raunverulega. Í mínu tilviki byggðu ákæra og síðar dómur á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda um tilgátu sem mótuð var í upphafi rannsóknar. Engu skipti hvað kom fram við yfirheyrslur, gagnaöflun eða réttarhöld. Í málinu var ákært fyrir umboðssvik. Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.Grímulaus misbeiting ákæruvalds Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér, því einhver mun á endanum þurfa að svara fyrir grímulausa misbeitingu ákæruvalds. Ákæruvaldi ber að rannsaka mögulegt saknæmt athæfi til sakfellingar og sýknu til jafns og velta við hverjum steini. Þá er jafnframt mögulega um að ræða brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta og skjóta málsmeðferð frammi fyrir óhlutdrægum dómstóli og jafnframt brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Höfum við vikið til hliðar öllum grunnreglum réttarríkisins er í hlut á tiltekin starfstétt manna og kvenna á Íslandi? Dómsformaður í mínu máli, Símon Sigvaldason, sagði á opinberum vettvangi nokkrum dögum fyrir dómsuppsögu yfir mér og tveimur öðrum, að vitanlega tækju dómar mið af stemningunni í samfélaginu. Orðrétt sagði Símon: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Er það svo að túlkun einstakra dómara á stemningunni og persónuleg afstaða þeirra til málefna ráði för? Er þá réttlætisgyðjan ekki blind, heldur alsjáandi og hefur þróað með sér pólitískt nef? Téður dómari reyndist sammála ákæruvaldinu í 99,4% tilfella og sakfelldi, en sýknaði þó í 2 af 304 málum er síðast var athugað. Í kjölfar sýknudóms yfir heilbrigðisstarfsmanni sté ríkissaksóknari fram og lýsti því yfir að ákæruvaldinu og dómstólum, væri vorkunn, málaflokkurinn væri flókinn og eingöngu á færi sérfræðinga að skilja. Á þetta eingöngu við um heilbrigðismál, en ekki fjármál, s.s. afleiðuviðskipti, markaðsáhættu og alþjóðlega reikningsskilastaðla.Niðurstaðan er röng Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það. Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt. Bankamenn hafa í mörgum tilvikum ekki getað eða mátt tjá sig af lagalegum ástæðum, málaflokkurinn er einnig flókinn og á tíðum erfitt að reka mál á opinberum vettvangi. Þannig hefur verið hægt að ala á lægstu hvötum í allri umfjöllun og margir fundið fróun í að úthúða einni stétt í heild sinni. Eru allir pípulagningarmenn fúskarar ef springur einn ofn í stofunni? Og ef allir ofnar í öllum stofum allra landsmanna springa, er þá ekki líklegra að um framleiðslu- eða kerfisgalla sé að ræða? Mér hefur verið bent á að ég megi ekki skrifa svona, því mál mitt sé í áfrýjunarferli og gagnrýni kunni að ala á óvild dómstóla í minn garð. Hver á annars að standa með eigin málstað ef ekki maður sjálfur? Réttarkerfinu hefur fatast áður, sbr. í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og í Hafskipsmálinu. Í báðum tilvikum varð umræðan í kjölfarið á þá lund að slík mannréttindabrot og málsmeðferð mætti aldrei endurtaka í íslensku réttarríki. Erum við á réttri braut nú? Að lokum vil ég óska lesendum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar í leik og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eftir fimm ára bið féll dómur í Stím-málinu í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir jól. Samkvæmt dómi skal ég sæta 18 mánaða fangelsisvist vegna brota er ku hafa átt sér stað fyrir átta árum í öðrum banka en ég starfaði hjá. Mér er reyndar ókunnugt um að þessi brot hafi átt sér stað, en þau voru ósönnuð með öllu. Ég áfrýjaði dóminum samdægurs til Hæstaréttar og mun líklega þurfa að bíða í eitt og hálft ár eftir málsmeðferð þar. Af lestri dómsins er erfitt að sjá að réttarhald hafi farið fram eða að einhvers konar málsvörn hafi átt sér stað. Í fimm ár hef ég mátt þola símhleranir; upptöku persónulegra gagna; húsrannsókn; mannorðsmissi og skert lífsviðurværi. Að óþörfu og ósekju. Af kynnum mínum af réttarkerfinu hef ég séð sannleikann afbakaðan af opinberum embættismönnum, einskis er látið ófreistað til að treysta eigin tilverugrundvöll og sefa reiði, ímyndaða sem raunverulega. Í mínu tilviki byggðu ákæra og síðar dómur á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda um tilgátu sem mótuð var í upphafi rannsóknar. Engu skipti hvað kom fram við yfirheyrslur, gagnaöflun eða réttarhöld. Í málinu var ákært fyrir umboðssvik. Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.Grímulaus misbeiting ákæruvalds Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér, því einhver mun á endanum þurfa að svara fyrir grímulausa misbeitingu ákæruvalds. Ákæruvaldi ber að rannsaka mögulegt saknæmt athæfi til sakfellingar og sýknu til jafns og velta við hverjum steini. Þá er jafnframt mögulega um að ræða brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta og skjóta málsmeðferð frammi fyrir óhlutdrægum dómstóli og jafnframt brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Höfum við vikið til hliðar öllum grunnreglum réttarríkisins er í hlut á tiltekin starfstétt manna og kvenna á Íslandi? Dómsformaður í mínu máli, Símon Sigvaldason, sagði á opinberum vettvangi nokkrum dögum fyrir dómsuppsögu yfir mér og tveimur öðrum, að vitanlega tækju dómar mið af stemningunni í samfélaginu. Orðrétt sagði Símon: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Er það svo að túlkun einstakra dómara á stemningunni og persónuleg afstaða þeirra til málefna ráði för? Er þá réttlætisgyðjan ekki blind, heldur alsjáandi og hefur þróað með sér pólitískt nef? Téður dómari reyndist sammála ákæruvaldinu í 99,4% tilfella og sakfelldi, en sýknaði þó í 2 af 304 málum er síðast var athugað. Í kjölfar sýknudóms yfir heilbrigðisstarfsmanni sté ríkissaksóknari fram og lýsti því yfir að ákæruvaldinu og dómstólum, væri vorkunn, málaflokkurinn væri flókinn og eingöngu á færi sérfræðinga að skilja. Á þetta eingöngu við um heilbrigðismál, en ekki fjármál, s.s. afleiðuviðskipti, markaðsáhættu og alþjóðlega reikningsskilastaðla.Niðurstaðan er röng Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það. Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt. Bankamenn hafa í mörgum tilvikum ekki getað eða mátt tjá sig af lagalegum ástæðum, málaflokkurinn er einnig flókinn og á tíðum erfitt að reka mál á opinberum vettvangi. Þannig hefur verið hægt að ala á lægstu hvötum í allri umfjöllun og margir fundið fróun í að úthúða einni stétt í heild sinni. Eru allir pípulagningarmenn fúskarar ef springur einn ofn í stofunni? Og ef allir ofnar í öllum stofum allra landsmanna springa, er þá ekki líklegra að um framleiðslu- eða kerfisgalla sé að ræða? Mér hefur verið bent á að ég megi ekki skrifa svona, því mál mitt sé í áfrýjunarferli og gagnrýni kunni að ala á óvild dómstóla í minn garð. Hver á annars að standa með eigin málstað ef ekki maður sjálfur? Réttarkerfinu hefur fatast áður, sbr. í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og í Hafskipsmálinu. Í báðum tilvikum varð umræðan í kjölfarið á þá lund að slík mannréttindabrot og málsmeðferð mætti aldrei endurtaka í íslensku réttarríki. Erum við á réttri braut nú? Að lokum vil ég óska lesendum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar í leik og starfi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun