Körfubolti

Martin með sautján stig og Elvar þrettán stoðsendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í dag. Martin Hermannsson var stigahæstur þeirra með sautján stig, en Elvar Már Friðriksson var stoðsendingarhæstur með þrettán stoðsendingar í sigri Barry.

Martin Hermannsson átti afbragðsleik fyrir LIU Brooklyn sem tapaði með sjö stiga mun, 72-65, fyrir Saint Francis. Martin skoraði sautján stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði, tók þrjú fráköst og var næst stigahæstur.

Daði Lár Jónsson skoraði þrjú stig og tók tvö fráköst, en Gunnar Ólafsson komst ekki á blað í sjö stiga sigri St. Francis Brooklyn á Robert Morris í dag. Lokatölur urðu 56-49 sigur Brooklyn, en þetta var sjötti sigur Brooklyn í sautján leikjum.

Kristinn Pálsson skoraði tólf stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar í tíu stiga tapi Marist gegn Iona. Maris var fjórum stigum undir í hálfleik, 38-43, en tapaði einnig síðari hálfleiknum með fimm og lokatölur 90-80. Kristinn var þriðji stigahæsti leikmaður Marist.

Elvar Már Friðriksson skoraði fjórtán stig, tók tvö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í 20 stiga sigri Barry gegn Embry-Riddle, 120-100. Mjög mikið var skorað í leiknum, en staðan í hálfleik var 56-56, Barry í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×