Rýrari framhaldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun