Gæði frumgreinanáms Guðríður Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2015 00:01 Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun