Gæði frumgreinanáms Guðríður Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2015 00:01 Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun