Séð út um bílrúðu – og fram í tímann Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar