Draumur um öflugt samstarf milli leikskóla og Barnaverndar Nichole Leigh Mosty skrifar 28. júlí 2015 06:00 Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar