Draumur um öflugt samstarf milli leikskóla og Barnaverndar Nichole Leigh Mosty skrifar 28. júlí 2015 06:00 Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun