Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Skjóðan skrifar 22. júlí 2015 10:00 Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent