Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Skjóðan skrifar 22. júlí 2015 10:00 Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun