Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Skjóðan skrifar 22. júlí 2015 10:00 Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira