Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun