Aur fyrir aur Eva H. Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun