Takk fyrir styttu og sjóð Siv Friðleifsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar