Hámörkuð nýting á markaðsfé Eva Magnúsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun