Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júní 2015 10:45 Leiðtogar heilsast. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Vísir/AFP Stjórnvöld í Rússlandi útiloka ekki að þau muni koma Grikkjum til bjargar í fjárhagsvandræðum þeirra. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sendi frá sér á föstudag segir að Rússar íhugi lánveitingar til Grikklands. Þar var þó tekið fram að Grikkir hefðu ekki óskað eftir aðstoð. BBC-fréttastofan segir að áhyggjur af starfsemi grískra banka fari vaxandi en innlánseigendur hafa tekið út milljarða evra af reikningum sínum í þessari viku. Talið er að upphæðin nemi allt að 4 milljörðum evra. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Grikklandi hafa frest fram að mánaðamótum til þess að ná samningum við Evrópusambandið um skuldir Grikklands. Úttektir af reikningum aukast frá degi til dags eftir því sem nær dregur mánaðamótum. Leiðtogar evruríkjanna munu koma saman á neyðarfundi á mánudaginn til að ræða stöðuna, en fundur fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu á fimmtudaginn skilaði engum árangri. Seðlabanki Grikklands hefur sagt að ef samningar takast ekki fyrir mánaðamót megi búast við því að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið og í framhaldinu Evrópusambandið. Grikkland Tengdar fréttir Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37 Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52 Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi útiloka ekki að þau muni koma Grikkjum til bjargar í fjárhagsvandræðum þeirra. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sendi frá sér á föstudag segir að Rússar íhugi lánveitingar til Grikklands. Þar var þó tekið fram að Grikkir hefðu ekki óskað eftir aðstoð. BBC-fréttastofan segir að áhyggjur af starfsemi grískra banka fari vaxandi en innlánseigendur hafa tekið út milljarða evra af reikningum sínum í þessari viku. Talið er að upphæðin nemi allt að 4 milljörðum evra. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Grikklandi hafa frest fram að mánaðamótum til þess að ná samningum við Evrópusambandið um skuldir Grikklands. Úttektir af reikningum aukast frá degi til dags eftir því sem nær dregur mánaðamótum. Leiðtogar evruríkjanna munu koma saman á neyðarfundi á mánudaginn til að ræða stöðuna, en fundur fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu á fimmtudaginn skilaði engum árangri. Seðlabanki Grikklands hefur sagt að ef samningar takast ekki fyrir mánaðamót megi búast við því að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið og í framhaldinu Evrópusambandið.
Grikkland Tengdar fréttir Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37 Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52 Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37
Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52