Afsökunarbeiðni Magnús Guðmundsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun