Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun